Færsluflokkur: Bloggar

Nátturufræði líkaminn


13315794_272235826464807_959062725347137890_nÍ náttúrufræði var bekkurinn minn að teikna líkamma. Ég var að finna texta í bókinni. Það sem ég skrifaði um er inni í æðunum. Ég setti það í world og prentaði á bláan pappír. Svo hjálpaði ég hópinum mínum að lita æðarnar. Þegar við kláruðum líkamann hengdum við hann á vegg það var líka annar hópur sem gerði beinagrind af líkamanum. Þið sjáið hérna báða mannslímkamana.13319973_272231199798603_127649639676128122_n


Setuliðið bókagagngrýni

Fyrir jól  var ég og bekkurinn minn að lesa bók sem heitir Setuliði. Hún var mjög skemmtileg og ævintýraleg bók. Hún fór með mann til ársins 1940 þegar seinni heimsstyrjöldin var í gangi og hún gerðist líka í nútímanum. Þessi saga er um krakka sem finnast gaman að heyra sögur frá seinni heimssturjöldinni. Þegar við vorum búinn að lesa bókina gerðum við verkefni eins og hversu margir létust í stríðinu. Og svo var það líka einhver dans sem maður mátti gera og líka eitthvað lag sem ég mátti gera, ég mátti líka spila á hljóðfæri og spila um einn af köflunum í bókinni. Mér fannst bókin skemmtileg og líka verkefnin í henni. Ég lærði að maður á alltaf að segja satt og segja það sem fyrst í staðin fyrir að hafa það sem leyndarmál. 


Enska

Unsolved  mysteries

Í ensku var ég Elfar og Gabriel að gera glogster vekefni kallað Unsolved Mysteris við völdum að fjalla um werewolfs því mér finnst þeir flottastir af öllum skrímslunum sem ég máti velja og þeir vildu það líka. Ég byrjaði að finna myndir og myndbönd bæði á google og youtube meðan Gabriel var með glogsterinn. Svo sögðum við frá þjóðsögum í Evrópu um werewolfs sem Elfar skrifaði. Ég lærði að úlfar vor fyrst góðir við fólkið en svo sviku þeir fólkið. Þetta verkefni var mjög skemmtilegt vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt hvað varúlfar eru flottir. Hér getið séð verkefnið mitt.

 

Heilsuveggspjald 

Í ensku vorum ég og Aron að gera veggspjald um hvað er hollt og hvað er óhollt. Við köllum það health. Við teiknuðum allar myndirnar og skrifuðum allt sem þú þarft að borða á dag og við skrifuðum líka hvað þú átt ekki að borða á hverjum degi. Hér er mynd af veggspjaldinu okkar. Ég lærði að borða meira hollt en óhollt. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt vegna þess að ég var að læra um hollustu sem ég hugsa mjög mikið um. Hér fyrir neðan sjáið þið mynd af veggspjaldinu.  13346871_272204853134571_4387016633924846469_n

 

 

 

 

 

 

 

Upplestur Úlfljótsvatn

Í ensku var ég að skrifa um hvað ég gerði á Úlfljótvatni á ensku. Svo las ég textann minn á ipadin á recorder. Ég lærði hvernig á að vista á recorder og hvernig maður stoppar það að recorda. Mér fannst verkefnið mjög skemmtilegt vegna þess mér finnst svo gaman að skrifa hvað ég gerði skemmtilegt með vinum mínum.  
   


Ritun íslenska

Í íslensku fyrir jól var ég að skrifa í ritun sögu um strák sem heitir Simmi sem þarf að vera passaður af barnapíunni Anítu. Hann reynir allt sem hann getur til að losna við hana af því að hún er búin að vera svo leiðinleg við hann. Hann hringir meiri að segja á lögregluna og segir að það hafi verið þjófur í húsinu.Löggan kemur og ætlar að handtaka Anítu og gerir margt fleira. Ef þig langar að sjá meira ýttu á Hér getið séð verkefnið mitt.


Búddaritgerð

Fyrir nokkrum dögum gerði ég ritgerð um guðinn Búdda. Ég lærði margt í búddafræði eins og ævi Búdda, kenningar Búdda, lífsreglur Búddista munka og nunnusamfélagið, helstu stefnur, Búdda hjónaband og útbreiðslu. Lífsreglur Búdda fannst mér mikilvægast því ef Búddistar brjóta regluranar geta þeir ekki vera Búddistar. Ef ykkur langar að fræðast meira ýtið á Hér getið séð verkefnið mitt.


Tyrkjaránið leikrit

Fyrir nokkrum dögum hef ég verið að æfa fyrir leikrit sem bekkurinn minn er búinn að gera og það kallast Tyrkjaránið. Við æfðum í marga daga svo sýndum við leikritið fyrir foreldra okkar og 4 bekk og 6 bekk. Ég lék Guttorm hann er Vestmannaeyingur sem var rændur og var tekinn af mönnum í Alsír og var setur í skip með mörgu fólki og síðan seldur til einhvers manns sem hann þekkti ekkert og var þræll hjá honum. Það gerðist mjög mikið í þessu leikrit og það var mjög skemmtilegt að leika með mínum bekkjarfélögum og vinum. IMG_8903_595IMG_8913_595


Places in Iceland you might want do see

Í ensku var ég að skrifa um flotta og fallega staði á Íslandi. Ég skrifaði um Goðafoss, Skagaströnd og Heklu í glogster. Ég talaði um aðal þjóðsögurnar á Skagaströnd um hana Þórdísi sem var mjög góð í göldrum og kunn alla galdrana sem til eru. Hún átti meira að segja gull sem hún faldi í fjallinu Spákonufelli sem er skírt eftir henni. Gullið hennar hefur ekki en fundist því þú þarft að vera göldróttur eða göldrótt og kunna alla galdrastfina til að finna gullið. Ég skrifaði líka um Goðafoss sem er vatnsmesti foss á öllu Íslandi. Goðafoss er 9 til 17 metrar hár. Svo skrifaði ég líka um Heklu sem er kölluð drottning allra eldfjalla á Íslandi. Ég lærði meira um glogster forritið og mér fannst þetta verkefni skemmtilegt vegna þess að ég elska að læra um náttúruna á Íslandi.

Hér getið séð verkefnið mitt og lesið meira sem ég skrifaði á ensku 


Bókagagnrýni Galdra stafir og græn augu

Bókin Galdra stafir og græn augu fjallar um strákinn Sveinn. Hann fer með fjölskyldu sinni í ferðarlag þau fara í berjamó svo sér hann stóran steinn. Á steininum er galdrastafur þegar hann snerti stafinn og fór með þulur þá var hann allt í einu kominn til ársins 1713. Hann fór að litlum bæ og þar hitti hann strák sem hét Jónas. Hann og Sveinn verða bestu vinir.  Jónas býður honum gistingu heima hjá sér. Þar sér hann svo vinukonu fjölskyldu Jónasar hann verður ástfanginn af henni. Hann lendir í allskonar ævintýrum en þráir að komast aftur heim...... 

Mér fannst vera nokkrir gallar í bókinni og kostir. Kostirnir eru að bókin var mjög skemmtileg og það var svo mikið að gerast í henni. Hún var líka um tímaflakk og mér finnst mjög skemmtilegar bækur sem eru með tímaflakk. Þessi bók er líka að sýna okkur hvernig það var um árin 1713 eins og að fólk borðaði úr aski, þau borðuðu þurrkaðan fisk án þess að vera eldaður. Svo eru það gallarnir með þessa bók mér fannst mjög leiðinlegt að hún sem ritaði  bókina hefur ekki en gert aðra bók um Sveinn og séra Eirík. Svo var það líka að mér fannst Sveinn ekki ná að falla í hópinn með hinum krökkunum því hann var öðruvísi og þegar hann var að gera djok með hvað Gunnar vildi fá að borða hló enginn.Ég held að þetta séu einu gallarnir þannig að takk fyrir mig. 

 

  


Úlfljótsvatn

 

Í apríl fór ég á Úlfljótsvatn með árgangnum mínum þegar við vorum  kominn þar fórum við inn í skálana okkar og þar voru fimm herbergi ég var með Rigge Sveinn Manh Viktor Elfari og Aroni. Eftir að við vorum búin að setja allt dótið okkar inn í herbergin okkar fórum við niður í matsal að fá okkur kex áður en við ætluðum að fara upp á fjall. Eftir fjallgönguna fórum við aftur niður í matsal til að fá okkur að borða eftir það fórum við í leiki og margt fleira en svo vildu allir fara niður í whipe out það var mjög gaman sérstaklega þegar ég og Aron fórum á bát en svo sök báturinn. Eftir það fórum við í kvöld mat. Svo var kvölvakan og sumir sögðu brandara sumir draugasögur og sumir með galdra. Eftir hana fórum inn að bursta og sofa. Næsta dag fórum við í gönguferð og við fórum að skoða hvernig rafmagn var til í gamladaga og löppuðum fram hjá stíjluinni. Eftir það fórum við að borða og svo út í leiki eins og bogfimi og klifra klifurvrgi. Svo fórum við í wippe out og svo fórum við á kvölvökunna svo fórum beint að sofa. Næsta dag kom annar skóli þannig við þurftum að vera úti restinna af deiginum svo fengum við pizzu svo kom rútan og við lögðum afstað heim. Hér getið séð video 


garðhönunn í stærðfræði

í stærðfræðitímunum var ég að hanna garð. Í honum átti að vera kaffihús, tjörn, göngustigar, blómareiti, tráreitti, barnaleikvöllur og fleira. Þegar ég var búin að teikna í réttum stærðum litaði ég garðinn eins og ég vildi. Þegar ég var búin að því átti ég að skila því til kennarans. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt og það var svoltið erfitt að fara eftir fyrirmælunum.En allt hitt gat ég gert mjög vel. 11140056_201224846899239_2140431041418280091_n


Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Karl Berndsen
Gunnar Karl Berndsen

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband